fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Mikael sendir Vesturbæingum pillu og heimtar breytingar: ,,Menn voru að bíða í 50 metra langri röð eftir einum kaffibolla“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, knattspyrnusérfræðingur, var reiður í lok hlaðvarpsþáttarins Dr. Football í gær.

Mikael er þekktur fyrir það að liggja ekki á skoðunum sínum en hann er KR-ingur og mætir reglulega á leiki.

Hann er hins vegar óánægður með umgjörðina á KR-vellinum og það sem aðdáendur þurfa að sætta sig við.

Mikael fór á leik KR og Vals nýlega og segir að aðstaðan fyrir stuðningsmenn sé hreint út sagt ömurleg.

,,Græiði veitingasöluna þarna í KR heimilinu. Ég fór þarna um daginn á KR – Valur þar sem voru kannski 1800 manns,“ sagði Mikael.

,,Það voru tvær lúgur opnar í hálfleik fyrir 1800 manns. Seinni hálfleikurinn var byrjaður og menn voru að bíða í 50 metra langri röð eftir einum kaffibolla.“

,,Ef þetta verður svona í kvöld þá þarf KR bara að byrja að spila á Laugardalsvelli.“

,,Sem KR-ingur, það er langskemmtilegast að sitja á KR-velli. Þú ert ofan í vellinum og góð stúka og allt svoleiðis. Þú ert ekki einhvers staðar út í rassgati að horfa á gervigras og hlaupabraut.“

,,Það verður að vera aðstaða fyrir áhorfendur líka, fyrir leik og í hálfleik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tuchel virðist skjóta nokkuð fast á Bellingham

Tuchel virðist skjóta nokkuð fast á Bellingham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Innbrot í Hafnarfirði í nótt en slá á létta strengi – Var þetta sálfræðihernaður?

Innbrot í Hafnarfirði í nótt en slá á létta strengi – Var þetta sálfræðihernaður?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á