Við rákumst á virkilega skemmtilegt myndband á YouTube á dögunum þar sem fjallað er um goðsögnina Ronaldinho.
Ronaldinho var magnaður leikmaður á sínum tíma og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona.
Ronaldinho skoraði 70 mörk í 145 deildarleikjum fyrir Barcelona og lék einnig með Paris Saint-Germain og AC Milan.
Brassinn lagði skóna á hilluna fyrir fjórum árum síðan en hann spilaði síðast með Fluminese í heimalandinu.
Það eru kannski ekki allir sem vita hversu hæfileikaríkur Ronaldinho var og þá sérstaklega yngri kynslóðin.
Í þessu umtalaða myndbandi er farið yfir það hversu góður hann var í raun og veru og er umtalsefnið athyglisvert.
Myndbandið má sjá hér.