fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Gat ekki trúað því sem Snoop Dogg gerði og vill nú berja hann: ,,Komdu í mig“

433
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn, Snoop Dogg hefur fengið harkalega gagnrýni eftir að hann gerði alkóhólistann, Paul Gascoigne að umtalsefni. Gascoigne var einn besti knattspyrnumaður Englands í mörg ár.

Snoop finnst ekkert betra en að reykja gras, hann telur að það sé miklu betra en að drekka áfengi. Rapparinn birti myndir af sér og Gascoigne á Instagram í gær. Þar gerði hann samsetta mynd af sér og Gascoigne þegar þeir voru tvítugir. Síðan setti hann aðra mynd til hliðar þar sem þeir eru 47 ára.

Þar ber hann saman Gascoigne sem hefur drukkið of mikið af áfengi og sjálfan sig, sem hefur reykt gras daglega í 27 ár. Gascoigne er heimsfræg fyllibytta, hann hefur farið regluega í áfengismeðferð og rætt opinskátt um vandamál sitt.

Gascoigne hefur síðan þá svarað fyrir og ákvað nú að skora á bandaríska rapparann í slag. Hann vonar að þeir geti sett á sig hanskana og boxað fyrir gott málefni.

Gascoigne ræddi þetta í þættinum Good Morning Britain á dögunum en þar spjallaði hann vil sjónvarpsmanninn Piers Morgan.

,,Þú ert frægur í Bandaríkjunum og nú er ég það líka. Að þetta komi frá Snoop Dogg, ég er aðdáandi hans. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Gascoigne.

,,Ég ætla að boxa við hann fyrir gott málefni. Áfengi gegn grasi, komdu í mig. Ég mun taka hann í hringnum. Ég hef verið að leggja hart að mér í ræktinni eins og venjulega.“

Gascoigne sendi Snoop einnig skilaboð í gegnum Twitter og birti mynd þar sem hann gerir grín að rapparanum heimsfræga.



Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tuchel virðist skjóta nokkuð fast á Bellingham

Tuchel virðist skjóta nokkuð fast á Bellingham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Innbrot í Hafnarfirði í nótt en slá á létta strengi – Var þetta sálfræðihernaður?

Innbrot í Hafnarfirði í nótt en slá á létta strengi – Var þetta sálfræðihernaður?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á