Samúel Kári Friðjónsson lék með liði Viking í gær sem spilaði við Mjondalen í norsku úrvalsdeildinni.
Samúel spilaði allan leikinn á miðjunni fyrir Viking en honum lauk með 1-1 jafntefli á heimavelli Mjondalen.
Samúel skoraði mark sitt á 38. mínútu leiksins og var það svo sannarlega af dýrari gerðinni.
Miðjumaðurinn átti þrumuskot fyrir utan teig sem markvörður heimaliðsins átti ekki möguleika í.
Markið má sjá hér.
Sláin inn hjá Samúel Kára. pic.twitter.com/aja6hBdzFh
— Íslendingavaktin (@Islendingavakt) 1 July 2019