Það hafa nokkur félagaskipti gengið í gegn í dag en lið á Englandi og annars staðar hafa keypt.
Danny Ings er einn af þeim sem færði sig um set en hann skrifaði undir samning við Southampton.
Ings er keyptur til Southampton á 18 milljónir punda eftir að hafa spilað með liðinu á láni á síðustu leiktíð.
Wolves festi einnig kaup á leikmanninum Leander Dendoncker. Hann er keyptur endanlega frá Anderlecht eftir lánsdvöl á síðustu leiktíð.
Craig Dawson skrifaði undir samning við Watford. Dawson er 29 ára gamall hafsent og kostar 5,5 milljónir punda frá West Bromwich Albion.
Félagaskipti dagsins:
Danny Ings frá Liverpool til Southampton – 18 milljónir punda
Leander Dendoncker frá Anderlecht til Wolves – 12 milljónir punda
Craig Dawson frá WBA til Watford – 5,5 milljónir punda
Adrien Rabiot frá PSG til Juventus – Frjáls sala
Mateo Kovacic frá Real Madrid til Chelsea – 50 milljónir punda
Jon Obi Mikel til Trabzonspor – Frjáls sala
Che Adams frá Birmingham til Southampton – 16 milljónir punda
Matt Targett frá Southampton til Aston Villa – 14 milljónir punda
Marko Grujic frá Liverpool til Hertha Berlin – Lán
Jack Harper frá Malaga til Getafe – Óuppgefið verð
Valentino Lazaro frá Hertha Berlin til Inter Milan – 17 milljónir punda