Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, er í sumarfríi þessa stundina eftir erfiða leiktíð.
Ronaldo spilaði vel með Juventus á síðasta tímabili og fagnaði sigri í ítölsku úrvalsdeildinni með liðinu.
Hann átti því skilið gott sumarfrí og er staddur í Frakklandi ásamt kærustu sinni Georgina Rodriguez.
Ronaldo fór út að borða með góðum gest á dögunum en hann og Rodriguez skelltu sér á tvöfalt stefnumót.
Þar snæddi Ronaldo með körfuboltahetjunni Michael Jordan sem allir ættu að kannast við.
Myndir af þeim saman má sjá hér.