Wesley Sneijder, fyrrum landsliðsmaður Hollands, varð sér til skammar í heimabæ sínum um síðustu helgi.
Sneijder er staddur í bænum Utrecht í Hollandi og var handtekinn fyrir læti á almannafæri á sunnudag.
Sneijder hoppaði á bíl sem var lagður við heimahús sem varð til að bifreiðin skemmdist.
Eigandi bílsins hefur nú tjáð sig um málið og segir að Sneijder hafi einnig migið á þakið áður en hann var handtekinn.
,,Hálft hverfið var undrandi á þessum hljóðum. Ég og eiginmaður minn litum út um gluggann,“ sagði eigandinn.
,,Við sáum mann ofan á bíl, ég þekkti hann ekki. Lögreglan kom á staðinn og þar var hundur með í för. Þetta var ekki auðveld handtaka og ekki var hún vinaleg.“
,,Þessi bíll er tíu ára gamall en hann er okkur mikilvægur. Hvort sem þú sért knattspyrnumaður eða ekki þá skemmirðu ekki hluti annarra. Hann meig meira að segja á bílinn.“