fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Íslendingar að gera frábæra hluti í Evrópu: Aron óstöðvandi

Victor Pálsson
Sunnudaginn 30. júní 2019 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru fjölmargir Íslendingar í eldlínunni í Evrópu í dag en leikið var í deildum í Skandinavíu.

Það voru einnig íslensk mörk og eitt af þeim gerði Samúel Kári Friðjónsson en hann leikur með Viking.

Samúel skoraði eina mark Viking í 1-1 jafntefli við Mjondalen en Dagur Dan Þórhallsson var allan tímann á bekknum hjá heimaliðinu.

Hólmbert Aron Friðjónsson elskar að skora mörk og komst hann á blað fyrir lið Aalesund sem spilaði við Sandnes Ulf í næst efstu deild Noregs.

Hólmbert skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri Aalesund en þeir Davíð Kristján Ólafsson, Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson léku einnig með liðinu.

Arnór Smárason átti frábæran leik fyrir Lillestrom sem vann 4-0 sigur á Tromso. Arnór lék 60 mínútur í sigrinum og lagði upp fyrstu tvö mörk liðsins.

Kolbeinn Sigþórsson kom við sögu í Svíþjóð þar sem AIK og Malmö gerðu markalaust jafntefli. Kolbeinn kom inná á 74. mínútu og spilaði Arnór Ingvi Traustason allan leikinn fyrir Malmö.

Matthías Vilhjálmsson lék með liði Valerenga sem vann 4-1 sigur á Haugesund. Matthías lagði upp fyrsta mark leiksins.

Einn Íslendingur gerði svo tvennu en Aron Sigurðarson var frábær fyrir Start í næst efstu deild Noregs og gerði tvö í 3-1 útisigri á Tromsdalen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist
433Sport
Í gær

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar