Það var ekki einn leikmaður á síðustu leiktíð sem tókst að komast framhjá Virgil van Dijk í ensku úrvalsdeildinni.
Van Dijk er á mála hjá Liverpool og er talinn vera einn allra besti varnarmaður heims um þessar mundir.
Van Dijk var spurður út í þessa tölfræði í gær og útskýrði hvað gerir hann svo góðan í stöðunni einn gegn einum.
,,Ég græddi mikið á því að spila einn gegn einum á götunni,“ sagði Van Dijk í samtali við Unisport.
,,Ég var mikið að spila fimm manna bolta er ég var yngri og var mikið fyrir það að sækja á þessum tíma líka.“
,,Ég fæ oft tilfinningu fyrir því hvernig sóknarmenn hugsa í ákveðnum stöðum.“