fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Sendi fyrirsætu ógeðsleg skilaboð: Guðinn Salah kom honum til varnar – ,,Fólk mun ráðast á mig á götunni“

433
Laugardaginn 29. júní 2019 20:00

Keller og Warda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Merhan Keller er hrædd þessa dagana en hún óttast það að snúa aftur til heimalandsins, Egyptalands.

Keller komst í fréttirnar á dögunum en hún varð fyrir áreiti á samskiptamiðlum – hún fékk þar skilaboð frá knattspyrnumanninum Amr Warda.

Warda viðurkenndi að hafa sent gróf kynferðisleg skilaboð til Keller á netinu og var rekinn heim úr landsliðsverkefni Egyptalands.

Mohamed Salah, liðsfélagi Warda, kom honum til varnar og sagði að allir ættu skilið annað tækifæri í lífinu.

Warda hefur sjálfur beðist afsökunar á hegðun sinni og er nú búið að kalla hann aftur í landsliðshópinn.

Keller óttast nú sitt eigið öryggi eftir stuðninginn sem Salah sýndi Warda og þorir ekki að snúa heim.

,,Þessi manneskja [Salah] er Guð í Egyptalandi. Bókstaflega. Þeir sjá hann ekki sem knattspyrnumann, hann er Guð sem gerir ekki mistök,“ sagði Keller.

,,Það er hættuleg staða fyrir mig. Ég get ekki snúið heim núna ef mig langar að heimsækja fjölskylduna.“

,,Fólk mun ráðast á mig á götunni. Þið þekkið hvernig knattspyrnuaðdáendur eru – okkar eru 100 sinnum verri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Isak varpar sprengju – Veður í Newcastle í yfirlýsingu

Isak varpar sprengju – Veður í Newcastle í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýju mennirnir fóru á kostum

Nýju mennirnir fóru á kostum