Það er búið að leka myndum á netið af nýrri varatreyju Manchester United sem verður notuð á næstu leiktíð.
Treyjan hefur fengið misgóða dóma en sumir eru sáttir og aðrir ekki en liturinn er sérstakur.
Það sem vekur mesta athygli er að Paul Pogba, leikmaður United, er notaður til að frumsýna treyjuna.
Pogba er sterklega orðaður við brottför þessa dagana en hann er sagður vilja komast burt og það strax.
Frakkinn gaf það út fyrr í sumar að hann væri opinn fyrir nýrri áskorun og gæti reynt allt til að semja annars staðar.
Hann sér þó um að frumsýna þessa treyju eins og má sjá hér.