Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, ræður ekki hvaða leikmenn félagið kaupir.
Hann staðfesti þetta sjálfur í gær en það er forsetinn Daniel Levy sem velur þá leikmenn sem koma til félagsins.
Pochettino öfundar kollega sína hjá Manchester City og Liverpool sem fá algjörlga að ráða hvaða leikmenn eru keyptir í hverjum glugga.
,,Hjá Manchester City og Liverpool, þá ráða þeir Pep Guardiola og Jurgen Klopp hvaða leikmenn þeir vilja og hvaða leikmenn þeir vilja ekki,“ sagði Pochettino.
,,Hins vegar hjá liðum eins og Tottenham, Chelsea og Arsenal þá er það ekki í höndum knattspyrnustjórans. Hjá okkur er það forsetinn.“