Tom Killick, þjálfari Poole Town á Englandi, er ekki of sáttur út í miðjumanninn Marvin Brooks þessa stundina.
Brooks hefur ekki mætt á æfingar undanfarið en undirbúningstímabil Poole byrjar í næstu viku.
Poole er ekkert stórlið á Englandi en félagið er í sjöundu efstu deild en það fylgir alltaf ákveðin ábyrgð með því að vera knattspyrnumaður.
Brooks ákvað að reyna fyrir sér sem sjónvarpsstjarna og reynir að komast í þáttinn Love Island sem er mjög vinsæll í Bretlandi.
,,Undirbúningstímabilið byrjar í næstu viku og miðjumaðurinn minn er horfinn og er í Love Island,“ sagði Killick.
,,Mér er sagt að hann fái sér lúxusíbúð fyrir sig og að hann þurfi að vera valinn til að komast í aðalþáttinn.“
,,Ég vona að það fylgi þessu allt því hann mun aldrei kaupa sér drykk sjálfur.“