Reza Parastesh frá Íran hefur verið ákærður eftir að hafa stundað samlíf með 23 konum. Hann er sakaður um að hafa ekki sagt satt um hver hann væri.
Parastesh, er sláandi líkur Lionel Messi, einum besta knattspyrnumanni allra tíma. Parastesh hefur vakið talsverða athygli eftir að mynd af honum í búningi Barcelona, birtist fyrir tveimur árum. Síðan þá hefur hann gert í því að líkjast Messi.
Hann er svo sakaður um að hafa logið að konum 23, að hann væri Messi.
Parastesh harðneitar þessu, hann segist alltaf hafa sagt rétt til nafns, hann hafi aldrei talað um að hann væri Lionel Messi.
23 konur segjast hafa stundað kynlíf með Parastesh, á þeim forsendum að hann væri Lionel Messi. Þær hefðu ekki viljað gera það ef hann væri Reza Parastesh frá Íran, sem hann er í raun og veru.