Romelu Lukaku framherji Manchester United mun að öllum líkindum yfirgefa félagið í sumar, hann er efstur á blaði Inter í sumar.
Lukaku vill fara til Inter en félagið reynir nú að finna fjármagn til að kaupa framherjann.
Tuttosport á Ítalíu segir að Manchester United horfi til þess að fylla skarð Lukaku. Blaðið segir að Pierre-Emerick Aubameyang sé efstur á óskalista félagsins.
Blaðið segir að Aubameyang sé nú þegar búin að ræða við Ole Gunnar Solskjær, stjóra United. Hann hafi samþykkt það að koma til félagsins.
Aubameyang hefur verið í eitt og hálft ár hjá Arsenal en framherjinn frá Gabon hefur raðað inn mörkum.