Rapparinn, Snoop Dogg hefur fengið harkalega gagnrýni eftir að hann gerði alkóhólistann, Paul Gascoigne að umtalsefni. Gascoigne var einn besti knattspyrnumaður Englands í mörg ár.
Snoop finnst ekkert betra en að reykja gras, hann telur að það sé miklu betra en að drekka áfengi. Rapparinn birti myndir af sér og Gascoigne á Instagram í gær. Þar gerði hann samsetta mynd af sér og Gascoigne þegar þeir voru tvítugir. Síðan setti hann aðra mynd til hliðar þar sem þeir eru 47 ára.
Þar ber hann saman Gascoigne sem hefur drukkið of mikið af áfengi og sjálfan sig, sem hefur reykt gras daglega í 27 ár. Gascoigne er heimsfræg fyllibytta, hann hefur farið regluega í áfengismeðferð og rætt opinskátt um vandamál sitt.
Flestir eru sammála um að þetta sé afar ósmekklegt en Gascoigne hefur háð harða baráttu við alkóhólisma.
Gascoigne hefur nú svarað fyrir sig á Twitter. ,,Daginn Snoop Dogg, komdu þínu lata rassgati fram úr úr rúminu, það er göngutúr, voff, voff. Þú ljóta fífl,“ skrifaði Gazza.
Morning @SnoopDogg get your lazy arse out of bed it’s walkies time woof woof you ugly twat LOVE GAZZA xxx pic.twitter.com/UoXBnylulX
— Paul Gascoigne (@Paul_Gascoigne8) June 28, 2019