fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Davíð svarar Kristjáni Óla: Segist hafa náð undir skinnið hjá honum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. júní 2019 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Hvað er í gangi í Krikanum? Nákvæmlega ekki neitt, það er ekkert að gerast,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Dr Football um stöðu FH og hvað væri í gangi í Kaplakrika á mánudag.

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH var ómyrkur í máli eftir tap FH gegn KR í Pepsi Max-deild karla á sunnudag. FH tapaði þá á heimavelli og er staða liðsins slæm. FH er með 12 stig í deildinni, langt undir væntingum. Liðið er nú 11 stigum á eftir toppliði KR. Fótbolti.net sagði frá því fyrir helgi að vandræði væru með launagreiðslur til leikmanna FH og að leikmenn hefðu í raun farið í verkfall, til að láta vita óánægju sinni. Morgunblaðið spurði Davíð út í málið. Hann sendi væna pillu á þá sem hafa rætt og ritað um málið. „Þetta er bara vit­leys­ing­ar sem þurfa að tjá sig um allt og alla á Twitter og menn sem hafa mis­mikið vit á fót­bolta. Það er gott að þeir hafi ein­hvern vett­vang til að tjá sig,“ sagði Davíð Þór

Kristjáni svaraði þessum ummælum Davíðs í þætti vikunnar í Dr. Football. ,,Davíð Þór Viðarsson tjáir sig, ef ég er vitleysingur. Ef Davíð þykist hafa vit á fótbolta sjálfur, þá hefði hann hætt fyrir tveimur árum. Hann er ekki skugginn af sjálfum sér, var frábær á sínum tíma. Mér fannst hann ekki frábær í gær, skokkaði um í miðju hringnum, reif kjaft og tuðaði,“ sagði Kristján í þætti dagsins.

,,Hann átti að hætta fyrir tveimur árum í stað þess að mjólka klúbbinn sinn að innan, svona er boltinn. Menn vilja salt í grautinn, ég skil það vel. Davíð er að kasta steinum úr glerhúsi.“

Davíð var spurður út í þessu ummæli Kristjáns af Morgunblaðinu í gær eftir góðan sigur á Grindavík í bikarnum. „Auðvitað les maður frétt­irn­ar og maður heyr­ir ákveðna hluti hér og þar um það sem sagt er hverju sinni. Per­sónu­lega þá hef­ur þetta um­tal ekki mik­il áhrif á mig þótt það sé ým­is­legt sem maður læt­ur út úr sér í viðtöl­um sem fer und­ir skinnið hjá ákveðnum mönn­um,“ sagði Davíð við Morgunblaðið.

,,Ég ætla ekki að tjá mig um ein­hver ein­staka um­mæli um mig, mönn­um er frjálst að hafa sína skoðun, en það var eitt­hvað talað um að ég hefði verið fast­ur í miðju­hringn­um í ein­um leikn­um og ég held að ég hafi hlaupið ein­hverja sex kíló­metra í þeim ákveðna leik,“ sagði Davíð Þór í sam­tali við mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Innbrot í Hafnarfirði í nótt en slá á létta strengi – Var þetta sálfræðihernaður?

Innbrot í Hafnarfirði í nótt en slá á létta strengi – Var þetta sálfræðihernaður?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Barton brjálaður eftir morðið á Kirk og segir fjölmiðla í Bandaríkjunum bera ábyrgð – „Þegiðu helvítis hræsnari“

Barton brjálaður eftir morðið á Kirk og segir fjölmiðla í Bandaríkjunum bera ábyrgð – „Þegiðu helvítis hræsnari“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Þakkaði öllum samherjum sínum í Frakklandi fyrir að hafa ekki orðið að skúrki

Sjáðu myndbandið – Þakkaði öllum samherjum sínum í Frakklandi fyrir að hafa ekki orðið að skúrki
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sá síðasti sem Amorim vill henda út fær líflínu

Sá síðasti sem Amorim vill henda út fær líflínu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar