Pafos í Kýpur, hefur áhuga á að kaupa Kolbein Sigþórsson framherja AIK, í sumar. Ef marka má fréttir þar í landi. Sagt er að félagið vilji kaupa framherjann í sumar.
Kerkida segir frá en Íslendingavaktin fjallaði einnig um málið. Ólíklegt er að Pafos fái Kolbein.
AIK hefur síðustu mánuði verið að byggja Kolbeinn upp, eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Framherjinn virðist vera á góðri leið.
Kolbeinn gekk í raðir AIK í febrúar og hefur síðan þá verið að æfa að krafti, hann var öflugur í landsleikjum Íslands gegn Albaníu og Tyrklandi.
Kolbeinn er 29 ára gamall en framherjinn knái gekk í gegnum þrjú erfið ár, hann vonast til að ná fyrri styrk innan tíðar. Kolbeinn var ónotaður varamaður í tapi AIK gegn Norköpping í gær.
Áhugi frá Kýpur á Kolbeinihttps://t.co/NKNuRNs4EE
— Íslendingavaktin (@Islendingavakt) June 26, 2019