fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Kári meðvitaður um að skrefið heim getur haft áhrif á landsliðið: „Sé ekki eftir neinu á ferlinum“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. júní 2019 15:58

Mynd: Eyþór Árnason Kári Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason skrifaði í dag undir eins og hálfs árs samning við uppeldisfélag sitt, Víking.

Kári er að koma heim úr atvinnumennsku en hann hefur síðustu 15 ár, leikið erlendis.

,,Það er ekki nein klásúla um að ég geti farið ef það kemur tilboð, ég er mættur heim,“ sagði Kári Árnason við 433.is, eftir að hafa skrifað undir.

Kári hefur búið erlendis 17 ár af þeim 36 sem hann hefur lifað, hann er ánægður að flytja aftur heim.

,,Ég er mjög ánægður með þetta, það var kominn tími á þetta. Ég er búinn að vera úti í 17 ár, 15 ár í atvinnumennsku og háskóla fyrir það. Það er gott að vera mættur heim og geta einbeitt sér að fótbolta strax.“

Kári sér ekki eftir neinu á ferli sínum en hefði viljað spila fyrir betri félagslið.

,,Auðvitað eru hér og þar ákvarðanir sem hefðu getað farið betur, maður hefði átt að gera kröfu á betri lið. Mér fannst alltaf eins og ég hefði getað spilað fyrir betri félagslið, ég sé ekki eftir neinu.“

Kári á fast sæti í byrjunarliði Íslands, hann er meðvitaður um að heimkoman gæti haft áhrif það.

,,Ég var semi hættur eftir HM, en var beðin um að halda áfram. Allt gott og blessað með það. Svo er maður mættur í byrjunarliðið aftur og þá vill maður halda áfram, halda áfram að ná árangri. Þetta skref, maður er smeykur við það. Það eru leikmenn að spila í betri liðum og betri deildum. Ég talaði stuttlega við þá um þetta, þetta er undir mér sjálfum komið.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann

Vilja Jackson en Chelsea verður að lækka verðmiðann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“

Vonar að enginn hlusti á KSÍ og að allir fái sér vel í glas á föstudag – „Hvaða þvæla er þetta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vinna hörðum höndum að því að fá Antony frá Manchester United

Vinna hörðum höndum að því að fá Antony frá Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Í gær

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu