CSKA Moskva er að ganga frá kaupum á Nikola Vlasic frá Everton. Þetta var staðfest í dag.
Vlasic var á láni hjá Moskvu á síðustu leiktíð en hann er 21 árs gamall.
Vlasic er miðjumaður sem yfirgefur nú Gylfa Þór Sigurðsson og félaga endanlega.
Kappinn sem er frá Króatíu mun því leika áfram merð Herði Björgvini Mangússyni og Arnóri Sigurðssyni.
Vlasic gerir fimm ára samning við CSKA Moskvu sem verður í Evrópudeildinni í ár.