Ísland mætir Albaníu í undankeppni EM 2020 á morgun, laugardag. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 13:00.
Leikurinn er þriðji leikur liðsins í riðlakeppninni, en Ísland vann 2-0 sigur gegn Andorra og tapaði 0-4 gegn Frakklandi í mars. Báðir leikirnir fóru fram ytra.
Þetta er í sjötta sinn sem liðin mætast. Ísland hefur unnið þrjá leiki á meðan Albanía hefur unnið tvo.
Ef Jóhann Berg Guðmundsson er heill heilsu er þetta líklegt byrjunarlið að mati 433.is Við teljum að Erik Hamren fari í þá leikmenn sem hafa gefið liðinu mest.
Þannig myndu þá Arnór Sigurðsson og Albert Guðmundsson verða á bekknum en Viðar Örn Kjartansson er líklegastur til að leiða framlínu félagsins.
Líklegt byrjunarlið:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Hörður Björgvin Magnússon
Aron Einar Gunnarsson
Emil Hallfreðsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Birkir Bjarnason
Viðar Örn Kjartansson