Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður íslenska landsliðsins ætti að vera klár í slaginn gegn Albaníu á morgun, í undankeppni EM.
Jóhann fór til Dublin í vikunni, til að fara í meðhöndlun á kálfanum. Hann virðist vera að ná heilsu.
,,Við erum með leikmenn sem hafa æft á mismunandi hátt í vikunni, það æfa allir í dag. Ef ekkert gerist á æfingu í dag, þá eru allir leikfærir,“ sagði Erik Hamren, þjálfari liðsins í dag.
Jóhann Berg æfði í gær og ætti að geta spilað, sama má segja um Kára Árnason og Aroni Einari Gunnarssyni.
,,Það æfa allir 100 prósent í dag, það er jákvætt. Stunum gerist eitthvað á æfingu. Við fengum jákvæð svör frá Jóhanni í gær.“