Barcelona hefur spurst fyrir um Marcus Rashford, framherja Manchester United. Spænskir miðlar fjalla um.
Sagt er að Börsungar vilji fá Rashford sem framtíðar arftaka Luis Suarez.
Rashford á bara ár eftir af samningi sínum við United, félagið hefur boðið honum 150 þúsund pund á viku.
Rashford hefur alist upp hjá United, ekki er talið að United vilji missa hann. Neiti Rashford hins vegar að skrifa undir nýjan samning, gæti félagið neyðst til að selja hann.
United getur framlengt samning Rashford um eitt ár sem gefur félaginu andrými í hans málum.