Sport, á Spáni segir að framtíð Matthijs de Ligt, fyrirliða Ajax ráðist á næstu dögum.
De Ligt fer frá Ajax í sumar en PSG, Barcelona, Man United, Juventus og Liverpool hefðu áhuga.
De Ligt er sagður skoða alla kosti en umboðsmaður hans, Mino Raiola hefur mikið að segja.
Sport segir að Raiola vilji að De Ligt fari til PSG eða Liverpool. Liverpool er einnig sagt vilja fá James Maddison, frá Leicester.
De Ligt og Maddison eru öflugir, ungir leikmenn sem gætu styrkt Liverpool hressilega.
Svona gæti byrjunarlið Liverpool verið á næstu leiktíð.