Ingvar Jónsson, markvörður Villborg í Danmörku var staddur á Mallorca á Spáni, þegar hann var kallaður inn í íslenska landsliðið í gær.
Rúnar Alex Rúnarsson, varð að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Ingvar kemur til landsins á morgun og getur þá æft með liðinu.
Ísland mætir Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM á næstu dögum, fyrri leikurinn er gegn Albaníu á laugardag.
Aron Einar Gunnarson gat ekki æft með liðinu í dag, hann glímir við smávægileg meiðsli. Þá er Jóhann Berg Guðmundsson, í Dublin, í meðhöndlun. Staða hans ætti að skýrast í dag. Kári Árnason æfir svo með sjúkraþjálfara liðsins.