fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Kári í viðræðum við Víking: Málin ættu að skýrast eftir landsleiki

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. júní 2019 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason varnarmaður íslenska landsliðsins, býst við því að ganga í raðir Víkings 1. júlí. Þetta staðfesti Kári við 433.is í dag.

Samningur Kára við Gençlerbirliği er á enda, liðið komst upp í úrvalsdeildina í Tyrklandi.

Kári gekk í raðir Víkings síðasta sumar, en lék aldrei fyrir liðið. Eftir HM í Rússlandi vildi Gençlerbirliği fá hann.

Kári er 36 ára gamall en hann hefur verið einn allra besti leikmaður landsliðsins á mesta blómaskeiði þess.

Kári er Víkingur í húð og hár en Víkingur er eina liðið í Pepsi Max-deild karla sem ekki hefur unnið leik á þessu tímabili.

Hann og Sölvi Geir Ottesen myndu þar með endurnýja kynni sín hjá uppeldisfélaginu. Kári sagði að viðræður við Víking myndu halda áfram eftir landsleikina gegn Albaníu og Tyrklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðurkennir að Isak geti alls ekki spilað 90 mínútur

Viðurkennir að Isak geti alls ekki spilað 90 mínútur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Brjálaðir eftir fréttir vikunnar: ,,Út með ykkur allir sem einn“

Brjálaðir eftir fréttir vikunnar: ,,Út með ykkur allir sem einn“
433Sport
Í gær

Þetta eru erfiðustu og auðveldustu leikirnir sem liðin fá í Meistaradeildinni

Þetta eru erfiðustu og auðveldustu leikirnir sem liðin fá í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Líklegt að Sancho verði áfram leikmaður United þegar glugginn lokar á mánudag

Líklegt að Sancho verði áfram leikmaður United þegar glugginn lokar á mánudag
433Sport
Í gær

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim ef hann verður rekinn

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim ef hann verður rekinn
433Sport
Í gær

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli