Loris Karius, markvörður Liverpool á Englandi, hafnaði boði félagsins um að mæta á úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Frá þessu er greint í dag en Liverpool spilar við Tottenham í úrslitunum á morgun.
Karius er samningsbundinn Liverpool en hefur spilað með Besiktas á láni undanfarna mánuði.
Karius lék með Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra og gerði slæm mistök er liðið tapaði gegn Real Madrid.
Hann hefur engan áhuga á að mæta á leikinn í Madríd á morgun og kýs frekar að eyða tíma með kærustu sinni.
Karius var lánaður til Besiktas til tveggja ára og má félagið því halda honum á næstu leiktíð.
Myndir náðust af Karius og kærustu hans í gær þar sem má sjá þau skemmta sér á ströndinni í Grikklandi.