fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Daniel var myrtur á hrottalegan hátt: Sagður hafa reynt að nauðga konu hans – ,,Líf fyrir líf“

433
Föstudaginn 31. maí 2019 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ítarlega fjallað um mál knattspyrnumannsins Daniel Correa Freitas á síðasta ári en var myrtur á mjög hrottalegan hátt.

Daniel varsr staddur í afmælisveislu hjá 18 ára gamalli stúlku og sama kvöld fór hann inn í svefnherbergi foreldra hennar.

Daniel tók þar myndir af sjálfum sér ásamt móður stúlkunnar sem lá sofandi í rúminu. Eiginmaður hennar frétti af því og réðst á þennan 24 ára gamla mann í kjölfarið.

Edson Brittes Junior játaði á sig morðið en sagðist á þeim tíma hafa komið í veg fyrir að Daniel hafi nauðgað eiginkonu sinni.

,,Ég dró hann af eiginkonunni minni og henti honum í jörðina og kom í veg fyrir að þetta skrímsli myndi nauðga konunni minni,“ sagði Brittes eftir árásina.

,,Ég lamdi hann ítrekað og fór með hann út úr húsinu. Ég veit ekki hvort hann hafi verið vakandi, meðvitundarlaus eða bara með lokuð augun.“

Daniel sendi myndirnar til vina sinna áður en hann var skorinn á háls. Nú heimta vinir hans að Brittes fái dauðadóm fyrir morðið.

Vinir Daniel eru gríðarlega óánægðir með vinnubrögð í kjölfar morðsins en enn er verið að vinna í því að koma Brittes endanlega á bakvið lás og slá.

Útlit er þó fyrir að hann muni ekki fá dauðadóm en atvikið átti sér stað í borginni Sao Jose dos Pinhairs í Brasilíu þann 27. október síðastliðinn.

,,Daniel vildi engum manni mein gera. Hann var góður drengur og þetta morð fór fyrir brjóstið á öllum í landinu,“ segir í stuttri tilkynningu fjölskyldu og vina Daniel.

,,Það er með ólíkindum hvernig málið hefur verið tekið fyrir. Þessi maður á skilið hörðustu refsinguna. Líf fyrir líf.“

Daniel var eins og áður sagði aðeins 24 ára gamall en hann var samningsbundinn risaliðinu Sao Paulo sem leikur í efstu deild í Brasilíu.

Brittes var þekktur viðskiptamaður í bænum en að eigin sögn var hann að koma í veg fyrir að Daniel myndi nauðga eiginkonu sinni.

,,Ég gerði það sem allir menn myndu gera,“ sagði Brittes eftir morðið og sá ekki eftir því að hafa ráðist á drenginn á þennan hátt.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“