Það var ítarlega fjallað um mál knattspyrnumannsins Daniel Correa Freitas á síðasta ári en var myrtur á mjög hrottalegan hátt.
Daniel varsr staddur í afmælisveislu hjá 18 ára gamalli stúlku og sama kvöld fór hann inn í svefnherbergi foreldra hennar.
Daniel tók þar myndir af sjálfum sér ásamt móður stúlkunnar sem lá sofandi í rúminu. Eiginmaður hennar frétti af því og réðst á þennan 24 ára gamla mann í kjölfarið.
Edson Brittes Junior játaði á sig morðið en sagðist á þeim tíma hafa komið í veg fyrir að Daniel hafi nauðgað eiginkonu sinni.
,,Ég dró hann af eiginkonunni minni og henti honum í jörðina og kom í veg fyrir að þetta skrímsli myndi nauðga konunni minni,“ sagði Brittes eftir árásina.
,,Ég lamdi hann ítrekað og fór með hann út úr húsinu. Ég veit ekki hvort hann hafi verið vakandi, meðvitundarlaus eða bara með lokuð augun.“
Daniel sendi myndirnar til vina sinna áður en hann var skorinn á háls. Nú heimta vinir hans að Brittes fái dauðadóm fyrir morðið.
Vinir Daniel eru gríðarlega óánægðir með vinnubrögð í kjölfar morðsins en enn er verið að vinna í því að koma Brittes endanlega á bakvið lás og slá.
Útlit er þó fyrir að hann muni ekki fá dauðadóm en atvikið átti sér stað í borginni Sao Jose dos Pinhairs í Brasilíu þann 27. október síðastliðinn.
,,Daniel vildi engum manni mein gera. Hann var góður drengur og þetta morð fór fyrir brjóstið á öllum í landinu,“ segir í stuttri tilkynningu fjölskyldu og vina Daniel.
,,Það er með ólíkindum hvernig málið hefur verið tekið fyrir. Þessi maður á skilið hörðustu refsinguna. Líf fyrir líf.“
Daniel var eins og áður sagði aðeins 24 ára gamall en hann var samningsbundinn risaliðinu Sao Paulo sem leikur í efstu deild í Brasilíu.
Brittes var þekktur viðskiptamaður í bænum en að eigin sögn var hann að koma í veg fyrir að Daniel myndi nauðga eiginkonu sinni.
,,Ég gerði það sem allir menn myndu gera,“ sagði Brittes eftir morðið og sá ekki eftir því að hafa ráðist á drenginn á þennan hátt.