Andrea Agnelli stjórnarformaður Juventus flaug til Aserbaídsjan til að funda með Chelsea, hann reynir að fá knattspyrnustjóra félagsins, Maurizio Sarri.
Sarri er að klára sitt fyrsta tímabil með Chelsea í kvöld, það endar á úrslitaleik gegn Arsenal í Evrópudeildinni.
Juventus er að leita að nýjum þjálfara og virðist Sarri vera efstur á blaði, Agnelli flaug á fund með Bruce Buck stjórnarmanni Juventus í gær.
Myndir af leynifundi þeirra náðust í Baku í gær, þar var rætt um verðmiðann sem Chelsea setur á Sarri.
Sagt er að Chelsea vilji 5 milljónir punda frá Juventus eða tæpar 800 milljónir íslenskra króna. Líklegt er talið að Juventus gangi að þeim kröfum.
Sarri hefur mikla reynslu en hann gerði góða hluti með Napoli, áður en hann tók við Chelsea.
Myndir af fundinum eru hér að neðan.