Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu fer fram á laugardag, ensku liðin Liverpool og Tottenham eigast við.
Flestir búast við sigri Liverpool, liðið hefur verið frábært í vetur en Tottenham hefur á að skipa sterku liði.
Ensk blöð bera nú saman verðmæti liðanna er kaupverð er skoðað, þar kemur fram að kostnaðurinn við byrjunarlið Liverpool er rúmum 30 milljörðum meiri en lið Tottenham.
Þannig hefur Liverpool eytt meira en 200 milljónum punda í byrjunarlið sitt en Tottenham hefur gert, Spurs eyðir litlu í leikmenn miðað við önnur stórlið.
Leikurinn fer fram í Madríd á laugardag en áhugavert verður að sjá hvernig hann spilast.