fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Mögnuð endurkoma Gaua Þórðar í Færeyjum: „Ég vissi ekki hvort að ég myndi koma inn aftur“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. maí 2019 10:47

Guðjón Þórðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Þórðarson er að gera magnaða hluti í Færeyjum, margir töldu að Guðjón myndi aldrei koma til baka í boltanum. Hann hafði ekki fengið starf á Íslandi í sex ár þegar NSÍ Runavík, í Færeyjum, bauð honum starf.

Guðjón hefur byrjað frábærlega með NSÍ, liðið situr í öðru sæti Betri deildarinnar, sem er efsta deild þar í landi. Liðið hefur unnið átta af fyrstu ellefu leikjum sínum.

„Deildin hér er sterkari en ég bjóst við að mörgu leyti. Liðin sem eru best í deildinni eru betri en ég átti von á og það eru fleiri góðir fótboltamenn hér í Færeyjum en ég átti von á. Neðri helmingurinn af deildinni er veikari en hér eru 4-5 mjög góð lið,“ sagði Guðjón eftir 3-0 á Skála í gær. Viðtalið birtist á RÚV.

Ljóst er að ef fram heldur sem horfir þá munu Guðjón og félagar berjast um sigur í deildinni, það væri afrek enda NSÍ aðeins einu sinni unnið deildina.

„Hér horfum við ekki of langt fram í tímann. Eina sem við vitum um er það sem við erum að gera í dag. Á morgun hefst undirbúningur fyrir næsta leik. Endurheimtin byrjar á morgun og við tölum ekki um annað en næsta leik og við ætlum okkur að vinna þrjú stig næstu helgi,“

Endurkoma Guðjón hefur vakið athygli, einn besti þjálfari í sögu Íslands er að komast aftur á kortið.

„Það er mjög góð tilfinning að vera byrjaður aftur að þjálfa og það er gaman í fótboltanum. Ég vissi ekki hvort að ég myndi koma inn í fótbolta aftur. En þetta er mjög gaman og ég er í góðum félagsskap hér í Færeyjum. Ég nýt þess að vera í fótboltanum aftur,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru tíu bestu leikmennirnir í EA FC 26 – Þrjár konur komast á lista

Þetta eru tíu bestu leikmennirnir í EA FC 26 – Þrjár konur komast á lista
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar
433Sport
Í gær

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United