fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

KSÍ horfir á veðmál á Íslandi sem stórt vandamál: Krakkar áreittir og þjálfarar breyta aðferðum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. maí 2019 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er öllum ljóst að veðmál á íslenskan fótbolta hafi aukist ár frá ári, undanfarið. Hægt er að veðja á leiki í öllum deildarkeppnum á Íslandi og í 2 flokki. Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Um er að ræða erlenda veðbanka í flestum tilfellum, upplýsingar sem þeir hafa ekki nýtast oft íslenskum aðilum, sem eru að veðja á leiki. Þannig geta aðilar hér heima vitað byrjunarlið löngu fyrir leiki og mögulega vitað hvaða leikmenn eru meiddir, og þar fram eftir götunum.

„Við lít­um á þetta sem stórt vanda­mál,“ seg­ir Þor­vald­ur Ingi­mund­ar­son, heil­inda­full­trúi Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) við Morgunblaðið.

„Um leið og ein­hverj­ir 20 aðilar hafa allt í einu gríðarleg­an áhuga á ein­hverj­um leik í Faxa­flóa­móti ann­ars flokks, þá skýt­ur það skökku við. Það er ekk­ert endi­lega verið að hagræða úr­slit­um en þarna liggja ein­hvers staðar upp­lýs­ing­ar sem aðrir hafa ekki,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Oft hafa ungir krakkar lent í því að menn sem hafa áhuga á að veðja á leiki, eru að senda þeim skilaboð. Það getur verið leikur í 2 flokki þar sem það hefur gríðarleg áhrif, ef það vantar besta manninn eða eitthvað í þeim dúr.

„Þetta ger­ist mikið í öðrum flokki, þar sem ekki er alltaf ljóst hvaða leik­menn verða með í hvert skipti. Það get­ur munað miklu,“ seg­ir Þor­vald­ur.

„Ég veit af dæm­um frá því í hittifyrra þegar þjálf­ar­ar voru hætt­ir að til­kynna byrj­un­arlið í öðrum flokki á æf­ingu dag­inn fyr­ir leik eins og venj­an hafði verið. Þeir völdu að gera það frek­ar inni í klefa 45 mín­út­um fyr­ir leik, af því að það var svo mikið áreiti á leik­menn fyr­ir leik­ina að gefa upp hverj­ir myndu spila,“ seg­ir Þor­vald­ur.

„Við erum ekki á móti veðmála­starf­semi sem slíkri held­ur höf­um við verið að beina at­hygli leik­manna að því hve stutt er í raun á milli þess að veita upp­lýs­ing­ar og þess að hagræða úr­slit­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea
433Sport
Í gær

Eru að landa fyrrum United-manninum

Eru að landa fyrrum United-manninum
433Sport
Í gær

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik