fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Hvað er í gangi á Hlíðarenda? – „Gary Martin fer hlæjandi í bankann“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. maí 2019 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin hefur yfirgefið lið Val í Pepsi Max-deild karla en þetta staðfesti félagið fyrir helgi. Gary kom til Vals fyrir þetta tímabil en honum var bannað að mæta á æfingu hjá félaginu undir restina.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals og Gary áttu ekki skap saman og var ákveðið að rifta samningi leikmannsins. Gary gekk í raðir Vals í janúar og gerði þriggja ára samning, ljóst er að Valur hafur þurft að greiða framherjanum talsverða upphæð.

„Gary Martin fer hlæjandi í bankann og getur spilað með nýju liði 1. júlí. Það er rétt að staldra við. Hvað er í gangi á Hlíðarenda? Þetta er félag sem keypti átta leikmenn fyrir tímabilið, það eru menn þarna hoknir af reynslu og þetta eru Íslandsmeistarar tveggja síðustu ára. Þeir eru með fjögur stig og ekki búnir að vinna leik á Hlíðarenda. Hvað er í gangi?,“ spurði Hörður Magnússon í Pepsi Max-mörkunum í igær.

Valur er í krísu, liðið er með fjögur stig eftir sex umferðir. Liðið er tólf stigum á eftir toppliði ÍA. Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, eru í veseni.

„Eins og aðstoðarþjálfarinn þeirra sagði þá eru þeir í annarri baráttu en þeir bjuggust við eftir að hafa fengið alla þessa leikmenn. Eftir leikinn við FH, sem mér fannst mjög góður leikur hjá þeim, þá taldi ég að Valsliðið væri að koma sér aftur á strik og ætti alveg möguleika á að berjast á toppnum og vinna titilinn aftur. Eftir þennan leik í dag bendir aðstoðarþjálfarinn þeirra réttilega á það að það er fallbarátta fram undan. Þeir þurfa að sætta sig við það,“
sagði Þorvaldur Örlygsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho
433Sport
Í gær

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes
433Sport
Í gær

Eru að landa fyrrum United-manninum

Eru að landa fyrrum United-manninum