fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Víðir segir nöfnin stund­um an­kanna­leg, oft hrein­lega ljót: ,,Ég veit ekki hversu vel það mun venj­ast““

433
Föstudaginn 10. maí 2019 09:32

Víðir hefur í mörg ár verið einn færasti blaðamaður landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson, einn allra renyslumesti blaðamaður landsins er hugsi yfir þeirri þróunn að heimavelli íþróttafélaga, beri nú nöfn fyrirtækja. Hann ritar pistil í Morgunblaðið í dag.

Mörg lið fara þessa leið til að reyna að auka tekjur sínar, það er ekki leikur einn að reka íþróttafélag á Íslandi og því fara félög oft þessa leið, það skilur Víðir vel.

,,Ein­hvern tíma hef ég áður minnst á nöfn ís­lenskra íþrótta­mann­virkja á þess­um stað í blaðinu og hvernig sí­fellt fleiri hús og vell­ir eru kennd við fyr­ir­tæki. Við því er svo sem lítið að segja, fé­lög­in þurfa á fjár­magni að halda til rekst­urs­ins og fyrst þau geta fengið aura inn í starfið með því að ljá styrkt­araðilum nafn mann­virk­is­ins þá er það í sjálfu sér besta mál,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið í dag.

,,En nöfn mann­virkj­anna verða stund­um ansi kostu­leg. Sum falla vel að ís­lensku máli, Eg­ils­höll­in laumaði sér inn strax í byrj­un án þess að nokk­ur tæki eft­ir og vell­ir kennd­ir við Nes­fisk, Nettó og Norðurál hljóma sæmi­lega þó skemmti­legra væri að þeir bæru enn nöfn Garðs, Kefla­vík­ur og Akra­ness.

,,Ak­ur­eyr­ar­völl­ur er nú kennd­ur við veit­ingastaðinn Greif­ann, hafi það farið fram­hjá ein­hverj­um. Ég veit ekki hversu vel það mun venj­ast!“

Víðir er hins vegar fremur óhress með það að sjá vellina bera nöfn á erlendum fyrirtækjum og tekur dæmi.

,,Þegar nöfn­in eru er­lend verða þau stund­um an­kanna­leg, oft hrein­lega ljót. Würth-völl­ur Fylk­is er nýj­asta dæmið um það og Europcar-völl­ur­inn í Sand­gerði er í sama flokki.“

,,Í Vog­um hét völl­ur fót­boltaliðsins Þrótt­ar um skeið Voga­bæj­ar­völl­ur. Nú hafa Þrótt­ar­ar stigið skref­inu lengra. Í ár heit­ir sá ágæti leik­vang­ur Vog­aí­dýfu­völl­ur­inn! Úff…,“ skrifar Víðir og er greinilega ekki sáttur.

Hann hrósar hins vegar KR fyrir þá leið sem félagið fer í sumar.

,,En KR-ing­ar frá hrós dags­ins. Þeir eru á milli skipa, ekki leng­ur með Al­vo­gen í vall­ar­nafn­inu og ekk­ert nýtt komið í staðinn. Í leikja­dag­skrá KSÍ eru heima­leik­ir KR nú sagðir fara fram á Meist­ara­völl­um. Fyr­ir ókunn­uga, þá ligg­ur gata með því nafni að vell­in­um. Og svo fylg­ir þessu skemmti­leg­ur hroki!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad