Víðir Sigurðsson, einn allra renyslumesti blaðamaður landsins er hugsi yfir þeirri þróunn að heimavelli íþróttafélaga, beri nú nöfn fyrirtækja. Hann ritar pistil í Morgunblaðið í dag.
Mörg lið fara þessa leið til að reyna að auka tekjur sínar, það er ekki leikur einn að reka íþróttafélag á Íslandi og því fara félög oft þessa leið, það skilur Víðir vel.
,,Einhvern tíma hef ég áður minnst á nöfn íslenskra íþróttamannvirkja á þessum stað í blaðinu og hvernig sífellt fleiri hús og vellir eru kennd við fyrirtæki. Við því er svo sem lítið að segja, félögin þurfa á fjármagni að halda til rekstursins og fyrst þau geta fengið aura inn í starfið með því að ljá styrktaraðilum nafn mannvirkisins þá er það í sjálfu sér besta mál,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið í dag.
,,En nöfn mannvirkjanna verða stundum ansi kostuleg. Sum falla vel að íslensku máli, Egilshöllin laumaði sér inn strax í byrjun án þess að nokkur tæki eftir og vellir kenndir við Nesfisk, Nettó og Norðurál hljóma sæmilega þó skemmtilegra væri að þeir bæru enn nöfn Garðs, Keflavíkur og Akraness.
,,Akureyrarvöllur er nú kenndur við veitingastaðinn Greifann, hafi það farið framhjá einhverjum. Ég veit ekki hversu vel það mun venjast!“
Víðir er hins vegar fremur óhress með það að sjá vellina bera nöfn á erlendum fyrirtækjum og tekur dæmi.
,,Þegar nöfnin eru erlend verða þau stundum ankannaleg, oft hreinlega ljót. Würth-völlur Fylkis er nýjasta dæmið um það og Europcar-völlurinn í Sandgerði er í sama flokki.“
,,Í Vogum hét völlur fótboltaliðsins Þróttar um skeið Vogabæjarvöllur. Nú hafa Þróttarar stigið skrefinu lengra. Í ár heitir sá ágæti leikvangur Vogaídýfuvöllurinn! Úff…,“ skrifar Víðir og er greinilega ekki sáttur.
Hann hrósar hins vegar KR fyrir þá leið sem félagið fer í sumar.
,,En KR-ingar frá hrós dagsins. Þeir eru á milli skipa, ekki lengur með Alvogen í vallarnafninu og ekkert nýtt komið í staðinn. Í leikjadagskrá KSÍ eru heimaleikir KR nú sagðir fara fram á Meistaravöllum. Fyrir ókunnuga, þá liggur gata með því nafni að vellinum. Og svo fylgir þessu skemmtilegur hroki!“