Manchester United er við það að kaupa Daniel James frá Swansea, á 15 milljónir punda. Sky Sports segir frá.
James er 21 árs gamall kantmaður frá Wales en hann lék vel með Swansea, í næst efstu deild Englands í vetur.
James hefur leikið fyrir A-landslið Wales, sagt er að kaupin gangi í gegn á næstu dögum.
James verður fyrsti leikmaðurinn sem Ole Gunnar Solskjær, fær til Manchester United. Stuðningsmenn félagsins vonast eftir mikið breyttu liði á næstu leiktíð.
Tilþrif með James á þessu tímabili með Swansea, má sjá hér að neðan.