Egill Helgason, sjónvarpsmaður á RÚV er hissa á því hversu mikinn áhuga Íslendingar hafa á enskum fótbolta. Hann segir Facebook síðu sína, fulla af fólk, að ræða um enskan fótbolta.
,,Skimun á Facebook síðustu daga hefur leitt til athyglisverðrar niðurstöðu. Gríðarlegur fjöldi Íslendinga hefur varla neinn áhuga á öðru en því hvernig enskum fótboltaliðum reiðir af,“ skrifar Egill á Eyjuna í dag.
Hann segir þetta var hnattvæðingu í hnotskurn.
,,Þessi fótboltalið eru reyndar svo alþjóðavædd að þau eru í eigu auðkýfinga sem koma héðan og þaðan að úr heiminum. Leikmennirnir eru ekki innfæddir nema í undantekningartilvikum, heldur koma þeir úr öllum deildum jarðar.“
,,Það sama gildir um þjálfarana. Þetta er hnattvæðingin í hnotskurn.“
Hann segir ekkert annað að sjá á samfélagsmiðlum en umræður um enskan fótbolta.
,,Áhuginn á þessu er svo mikill að hægt er að segja að samskiptamiðlar hafi náð vissri mettun undanfarna daga. Það er líka ljóst af úrslitum leikja að þetta á eftir að halda áfram. Ensku knattspyrnuliðin verða okkar ær og kýr fram á sumar.“
,,Ekki er bara svo að orkupakki 3 falli í skuggann á þessu – heldur má jafnvel spyrja hvort þetta sé meiri ógn við sjálfstæði þjóðarinnar (að minnsta kosti hið andlega) en téður orkupakki?.“