fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Egill um fótboltaóða Íslendinga: Ógn við sjálfstæði þjóðarinnar?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. maí 2019 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason, sjónvarpsmaður á RÚV er hissa á því hversu mikinn áhuga Íslendingar hafa á enskum fótbolta. Hann segir Facebook síðu sína, fulla af fólk, að ræða um enskan fótbolta.

,,Skimun á Facebook síðustu daga hefur leitt til athyglisverðrar niðurstöðu. Gríðarlegur fjöldi Íslendinga hefur varla neinn áhuga á öðru en því hvernig enskum fótboltaliðum reiðir af,“ skrifar Egill á Eyjuna í dag.

Hann segir þetta var hnattvæðingu í hnotskurn.

,,Þessi fótboltalið eru reyndar svo alþjóðavædd að þau eru í eigu auðkýfinga sem koma héðan og þaðan að úr heiminum. Leikmennirnir eru ekki innfæddir nema í undantekningartilvikum, heldur koma þeir úr öllum deildum jarðar.“

,,Það sama gildir um þjálfarana. Þetta er hnattvæðingin í hnotskurn.“

Hann segir ekkert annað að sjá á samfélagsmiðlum en umræður um enskan fótbolta.

,,Áhuginn á þessu er svo mikill að hægt er að segja að samskiptamiðlar hafi náð vissri mettun undanfarna daga. Það er líka ljóst af úrslitum leikja að þetta á eftir að halda áfram. Ensku knattspyrnuliðin verða okkar ær og kýr fram á sumar.“

,,Ekki er bara svo að orkupakki 3 falli í skuggann á þessu – heldur má jafnvel spyrja hvort þetta sé meiri ógn við sjálfstæði þjóðarinnar (að minnsta kosti hið andlega) en téður orkupakki?.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad