Borgaryfirvöld í Liverpool eru byrjuð að skipuleggja tvær sigurskrúðgöngur ef Liverpool vinnur bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina.
Fyrri skrúðgangan eru skpulögð á næsta mánudag ef Liverpool vinnur deildina í fyrsta sinn í 29 ár. Liverpool þarf að vinna Wolves á sunnudag en treysta á að Manchester City tapi stigum gegn Brighton, ef þessi skrúðganga á að fara áfram.
Eðlilegt er að borgaryfirvöld skipuleggji svona fögnuð, mörgum finnst það hins vegar ekki boða gott að auglýsa það opinberlega.
Önnur skrúðganga er svo skipulögð 2 júní, degi eftir úrslit Meistaradeildarinnar. Þar mætast Liverpool og Tottenham, í Madríd.
Það gætu því orðið tvær alvöru skrúðgöngur í kringum Anfield ef allt fer á besta veg.