Á ótrúlegan hátt, að því að mörgum finnst, tókst Liverpool að komast 3-0 yfir í leiknum en óhætt er að segja að flestir hafi verið búnir að afskrifa möguleika Liverpool á að komast í úrslitin eftir að liðið tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Spáni í síðustu viku. En aldrei að segja aldrei.
Í stöðunni 3-0 var Liverpool í sókn og fékk hornspyrnu hægra megin. Alexander-Arnold var snöggur að taka hana og gefa boltann á Divock Origi sem skoraði af öryggi á meðan varnarmenn Barcelona steinsváfu á verðinum. En það er margt annað í þessu marki en snilldarfyrirgjöf Alexander-Arnold og afgreiðsla Origi. Aðalhetjan var utanvallar en átti stóran þátt í markinu.
Það er einn af boltastrákunum, sem voru að störfum á leiknum, sem hér um ræðir. Þegar ljóst var að Liverpool fengi hornspyrnu var boltinn aftur kominn inn á völlinn. Origi sparkaði honum út af en áður en hann gerði það hafði boltastrákurinn still öðrum bolta upp við hornfánann og allt var til reiðu til að taka hornspyrnuna. Boltastrákurinn öskraði á Origi að sparka boltanum út af. Um leið og boltinn var kominn út af var hornspyrnan tekin og Origi skoraði eins og fyrr segir á meðan varnarmenn Barcelona sváfu á verðinum.
Graeme Souness, ein af goðsögnum Liverpool, sagði eftir leikinn að boltastrákurinn ætti svo sannarlega skilið að fá verðlaun frá Liverpool fyrir þetta. Ársmiða á Anfield og ferð á úrslitaleikinn.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá öll mörkin úr leiknum.
https://www.youtube.com/watch?v=i6F21WcuKQ8