fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Hvunndagshetjan sem tryggði Liverpool sigur á Barcelona – Var aldrei inni á vellinum og fær ekki milljónir í laun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. maí 2019 06:40

Boltastrákurinn er inni í rauða hringnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið framhjá áhugafólki um knattspyrnu að Liverpool vann glæstan 4-0 sigur á Barcelona í gær og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Flestir muna eflaust eftir markaskorurunum en færri, að minnsta kosti ennþá, átta sig á að hin sanna hetja Liverpool var aldrei inni á vellinum en átti samt sem áður stóran þátt í fjórða markinu, markinu sem tryggði Liverpool sætið í úrslitaleiknum.

Á ótrúlegan hátt, að því að mörgum finnst, tókst Liverpool að komast 3-0 yfir í leiknum en óhætt er að segja að flestir hafi verið búnir að afskrifa möguleika Liverpool á að komast í úrslitin eftir að liðið tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Spáni í síðustu viku. En aldrei að segja aldrei.

Í stöðunni 3-0 var Liverpool í sókn og fékk hornspyrnu hægra megin. Alexander-Arnold var snöggur að taka hana og gefa boltann á Divock Origi sem skoraði af öryggi á meðan varnarmenn Barcelona steinsváfu á verðinum. En það er margt annað í þessu marki en snilldarfyrirgjöf Alexander-Arnold og afgreiðsla Origi. Aðalhetjan var utanvallar en átti stóran þátt í markinu.

Það er einn af boltastrákunum, sem voru að störfum á leiknum, sem hér um ræðir. Þegar ljóst var að Liverpool fengi hornspyrnu var boltinn aftur kominn inn á völlinn. Origi sparkaði honum út af en áður en hann gerði það hafði boltastrákurinn still öðrum bolta upp við hornfánann og allt var til reiðu til að taka hornspyrnuna. Boltastrákurinn öskraði á Origi að sparka boltanum út af. Um leið og boltinn var kominn út af var hornspyrnan tekin og Origi skoraði eins og fyrr segir á meðan varnarmenn Barcelona sváfu á verðinum.

Graeme Souness, ein af goðsögnum Liverpool, sagði eftir leikinn að boltastrákurinn ætti svo sannarlega skilið að fá verðlaun frá Liverpool fyrir þetta. Ársmiða á Anfield og ferð á úrslitaleikinn.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá öll mörkin úr leiknum.

https://www.youtube.com/watch?v=i6F21WcuKQ8

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum