Ef marka má ensk blöð í dag hefur Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United fengið mikið meira en nóg af hegðun Anthony Martial.
Martial fékk nýjan fimm ára samning í vetur eftir að hafa staðið sig vel, síðan þá hefur hann ekkert getað.
Ensk blöð segja að viðhorf Martial á æfingum sé að gera Solskjær brjálaðan, hann leggur lítið á sig og virkar áhugalaus.
Ensk blöð segja að Solskjær vilji sparka Martial í burtu í sumar, hann sé til sölu og United muni hlusta á tilboð.
Martial er afar hæfileikaríkur leikmaður, en hann virðist stundum ekki leggja mikið á sig til að hámarka árangurinn.