fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Albert hringdi stórkostlegt símtal og lét henda félaga sínum út: ,,Leiðist þér í alvörunni svona mikið?“

433
Mánudaginn 6. maí 2019 06:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fjölnis, er virkur á samskiptamiðlinum Twitter og er með þónokkra fylgjendur eða í kringum 3,000 manns.

Albert er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Fylki en hann skrifaði undir samning við Fjölni fyrir tímabilið og hefur byrjað sumarið af krafti.

Framherjinn geðþekki elskar að birta skemmtileg myndbönd á Twitter-síðu sína og bauð upp á enn einn gullmolann í gærkvöldi.

Hann birti þá myndband af sjálfum sér hringja í Petersen svítuna og er óhætt að segja að símtalið sé ansi skemmtilegt.

Albert ákvað að grínast aðeins í vinnufélaga sínum, Ásmundi Atlasyni sem er handboltamaður.

Í símtalinu greinir Albert frá því að Ásmundur sé að drekka áfengi á staðnum og að hann sé ekki með aldur til þess.

,,Ég ætlaði nú bara að láta vita að ég var að fá Snapchat frá vinnufélaga mínum, hann heitir Ásmundur Atlason,“ sagði Albert í símtalinu.

,,Hann er þarna á svölunum hjá ykkur að drekka bjór. Hann er ekki orðinn 20 ára gamall. Þú kannski kemur þessu til skila ef þú vilt. Hann er með einhverri guggu þarna á svölunum. Meira var það ekki!“

Starfsmaður Peterson virtist taka nokkuð vel í þessi skilaboð Alberts og var Ásmundi að lokum hent út miðað við seinni færslu Alberts.

,,Þú ert ekki í lagi. Leiðist þér í alvörunni svona mikið?“ voru skilaboðin sem Albert fékk frá Ásmundi.

Hann staðfesti það svo að honum hefði verið hent út og bíður Albert spenntur eftir því að hitta vinnufélaga sinn í fyrramálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað