Manchester United stefnir á það að ráða inn yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu, áður en næsta leiktíð byrjar.
Félagið vill reyna að rétta skútuna við og koma félaginu aftur í fremstu röð, félagið vill mann sem skilur hugmyndafræði félagsins.
Rio Ferdinand hefur átt í viðræðum við Ed Woodward, stjórnarformann félagsins. Woodward hefur rætt við nokkra einstaklinga og er Ferdinand þar á meðal.
Ferdinand var í tólf ár leikmaður hjá United, hann skilur hvernig félagið á virka, svo það nái árangri.
Möguleiki er á að Ferdinand fái starfið í sumar en aðrir möguleikar eru einnig til skoðunnar.