Cristiano Ronaldo og Heimir Hallgrímsson koma fyrir í teiknimynd um framherjann knáa frá Portúgal.
Ronaldo er þar að berjast við ótta, hann óttast það að eldast og að knattspyrnuferilinn taki enda.
Ronaldo er 34 ára gamall og leikur nú með Juventus, ljóst er að ferill hans tekur enda á næstu árum.
Í teiknimyndinni fer Ronaldo í stólinn hjá Heimi Hallgrímssyni, þjálfara Al-Arabi og tannlækni.
,,Tannlæknastofa Heimis Hallgrímssonar, tennurnar á þér verða hvítari en fólkið á Íslandi,“ segir í myndinni en Heimir er sagður vera besti tannlæknir á Íslandi, þeir eru hins vegar bara tveir.
Ronaldo sest í stól Heimis og ræða þeir saman um aldurinn, Ronaldo kveðst vera með fullkomnar tennur en óttast það að vera með líkama eins og 23 ára gamall einstaklingur. Fyrir ári síðan hafi verið sagt að hann væri eins og 22 ára.
Þáttinn má sjá hér að neðan.