Luis Suarez, fyrrum leikmaður Liverpool, býst ekki við að fá slæmar móttökur er hann snýr aftur á heimavöll liðsins.
Suarez mun mæta Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar síðar í þessum mánuði en hann spilar með Barcelona.
Suarez er ekki sá eini sem mætir síny fyrrum félagi en einnig liðsfélagi hans Philippe Coutinho.
Úrúgvæinn býst ekki við að heyra baul úr stúkunni og telur að Coutinho fái einnig góðar móttökur.
,,Það gerist ekki á Anfield. Það gerist raun ekki í enskum fótbolta yfir höfuð,“ sagði Suarez.
,,Þegar ég fór til Manchester United þá bauluðu þeir auðvitað á mig. En þínir eigin stuðningsmenn… Það er ólíklegt að þú fáir að heyra það.“