Riyad Mahrez, kantmaður Manchester City og dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Er ósáttur með spilatima sinn hjá félaginu.
Mahrez var keyptur til City síðasta sumar á 60 milljónir punda, er hann dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Mahrez hefur spilað 42 leiki á þessu tímabili en margir af þeim eru sem varamaður. Hann hefur verið ónotaður varamaður í síðustu þremur leikjum City.
Mahrez er sagður væla talsvert mikið á æfingasvæði félagsins, ef marka má ensk blöð. Hann er óhress með það hversu lítið hann fær að spila.
Mahrez gæt fengið fá tækifær það sem eftir lifir tímabils, City má ekki misstíga sig ef liðið ætlar að vinna deildina. Því er líklegt að Pep Guardiola spili sínu sterkasta liði, sem Mahrez virðist ekki vera hluti af.