Ashley Young, varnarmaður Manchester United varð fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í gær.
Það kom í kjölfarið á tapi Manchester United gegn Barcelona í Meistaradeldinni í gær. Young átti þar slakan leik.
,,Enn einn svartur leikmaður, að þessu sinni Ashley Young sem verður fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Kick and Out.
Raheem Sterling, Danny Rose og Mo Salah hafa fengið að finna fyrir fordómum á síðustu vikum á veraldarvefnum.
Young var fyrirliði United í leiknum þar sem United fékk skell, og datt úr leik.