Paul Pogba, leikmaður Manchester United, ætlar að komast burt í sumar samkvæmt franska miðlinum Le Parisien.
Pogba hefur margoft verið orðaður við brottför í vetur og þá sérstaklega til Real Madrid eða Barcelona.
Hann talaði um það sem draum að spila fyrir Real Madrid sem vakti athygli á dögunum.
Le Parisien segir að samband Pogba og knattspyrnustjórans Ole Gunnar Solskjær sé að versna á hverjum degi.
Pogba hefur verið frábær síðan Solskjær tók við ídesember og hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur sjö í 19 leikjum.
Frakkinn er þó sagður horfa öðrum augum á samband þeirra þessa stundina og þykir það ekki vera nógu gott, að þeir séu ekki á sömu blaðsíðu.
Pogba náði ekki vel saman við Jose Mourinho sem var rekinn frá félaginu í lok síðasta árs.