Síminn mun í haust fá ensku úrvalsdeildina til sín og verður það stjörnuprýtt lið sem mun sjá um að fjalla um leikina.
Þannig verður Tómas Þór Þórðarson, sá maður sem mun sjá um málin hjá Símanum. Tómas sagði upp hjá Sýn á dögunum og mun láta af störfum á næstu vikum.
Eiður Smári Guðjohnsen verður helsti sérfræðingur Símans um enska boltann, Eiður er sá Íslendingur sem hefur afrekað mest á Englandi. Hann varð enskur meistari með Chelsea en lék einnig með fleiri liðum.
Besta knattspyrnukona Íslands frá upphafi, Margrét Lára Viðarsdóttir mun koma að málunum. Þá verður Logi Bergmann Eiðsson, innan handar ef marka má auglýsingu sem 433.is fékk sent.
Þá verður Bjarni Þór Viðarsson einnig á meðal þeirra sem verða hjá Símanum en fleiri eru í hópnum.