fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Gríðarlegur hagnaður Vals á síðasta ári: Mikið tap hjá FH og Breiðablik

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 09:46

Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals (fyrir miðju)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Vals hagnaðist um 85 milljónir króna á síðasta ári, aðeins er um að ræða rekstur meistaraflokks og 2 flokks, karla og kvenna. Viðskiptblaðið fjallar um málið.

Breiðablik, KR, FH, KA, Fylkir og Grindavík voru öll rekinn í tapi á síðasta ári. Tap FH var 17 milljónir króna á síðasta ári en tap Breiðabliks var milljón minna.

Taka skal með í reikninginn að rekstur Breiðabliks telur alla flokka félagsins  og FH gefur aðeins upp verktakagreiðslur sínar en ekki allar launagreiðslur. Samkvæmt Viðskiptblaðinu og úttekt þeirra.

Valur á 100 milljónir króna í eigð fé en FH kemur þar á eftir og á 49 milljónir í eigið fé. Jón Rúnar Halldórsson skilur þannig við FH í góðum málum, hann hætti sem formaður knattspyrnudeildar FH á dögunum.

,,Rekstur Vals og FH er umsvifamestur íslenskra knattspyrnuliða. Tekjur Vals vegna meistaraflokka karla og kvenna og 2. flokks námu 360 milljónum króna á síðasta ári. Hjá FH námu tekjur meistaraflokkanna 350 milljónum króna, en þar af námu tekjur meistaraflokks karla 330 milljónum króna. Verulega dró saman milli tekna FH og Vals í fyrra. Í tilfelli FH lækkuðu tekjur milli ára um 20 milljónir króna en jukust um 140 milljónir króna hjá Val,“ segir í Viðskiptablaðinu.

Greinina má lesa hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal