Leikmenn Manchester United eiga mikið undr þegar kemur að því að ná sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Málið snýst ekki bara um að spila á meðal þeirra bestu, heldur einnig um mikla fjármuni.
Þannig greina ensk blöð frá því að laun flestra leikmanna félagsins lækki um 25 prósent, fari liðið ekki í Meistaradeildina. United er í sjötta sæti deildarinnar en ef liðinu tekst að sækja sér 15 stig af 18 mögulegum, ætti liðið að ná inn.
25 prósent af launum leikmanna er ansi há upphæð, þannig er Paul Pogba með 300 þúsund pund á viku. Laun hans myndu þá lækka um 75 þúsund pund á viku eða rúmar 11 milljónir, 44 milljónir á mánuð og um 500 milljónir á ári.
Flestar stjörnur United eru með svona ákvæði enda er það mikið fjárhagslegt tap fyrir United að komast ekki í deild þeirra bestu.
United er áfram í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en liðið mætir Barcelona, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum, í kvöld.