fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Mun ekki brotna niður þrátt fyrir rasisma: ,,Mamma sagði mér að ég væri svartur konungur“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 07:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, hefur þurft að glíma við erfiðleika á sínum knattspyrnuferli.

Sterling er eins og fjölmargir aðrir leikmenn á Englandi, dökkur á hörund og þarf að takast á við áreiti oftar en viðurkennt er..

Nú er talað um hvernig ætti að refsa stuðningsmönnum fyrir kynþáttaníð og er rætt um að svartir leikmenn gætu yfirgefið völlinn um leið og áreitið heyrist.

Sterling er ekki sammála því og segir að það komi ekki til greina að hann labbi af velli þrátt fyrir rasisma.

,,Þú heyrir þetta tal um að stýra þessum bardaga og ég hugsa ekki þannig,“ sagði Sterling.

,,Ég heyrði það þegar ég var krakki, að eina leiðin til að sjá og kynnast hinum sanna Raheem væri þegar hann er reiður.“

,,Þá byrjar hann að tjá sig og ákveðnar uppákomur á þessu ári hafa haft þannig áhrif á mig. Ég vil bara vekja athygli á þessu en leitast ekki eftir því að vera einhvers konar leiðtogi.“

,,Fólk tekur þessu á mismunandi hátt. Sumir taka þessu verr en aðrir. Mér finnst það ekki rétt að labba af velli því í lok dags erum við knattspyrnumenn.“

,,Mamma mín hefur alltaf sagt við mig að ég sé svartur konungur. Hún sagði mér að líða þægilega í eigin líkama og húðlit.“

,,Að einhver skuli segja mér að ég sé svartur, þú þarft að gera meira en það til að særa mig og til að ég brotni niður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal