Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, hefur þurft að glíma við erfiðleika á sínum knattspyrnuferli.
Sterling er eins og fjölmargir aðrir leikmenn á Englandi, dökkur á hörund og þarf að takast á við áreiti oftar en viðurkennt er..
Nú er talað um hvernig ætti að refsa stuðningsmönnum fyrir kynþáttaníð og er rætt um að svartir leikmenn gætu yfirgefið völlinn um leið og áreitið heyrist.
Sterling er ekki sammála því og segir að það komi ekki til greina að hann labbi af velli þrátt fyrir rasisma.
,,Þú heyrir þetta tal um að stýra þessum bardaga og ég hugsa ekki þannig,“ sagði Sterling.
,,Ég heyrði það þegar ég var krakki, að eina leiðin til að sjá og kynnast hinum sanna Raheem væri þegar hann er reiður.“
,,Þá byrjar hann að tjá sig og ákveðnar uppákomur á þessu ári hafa haft þannig áhrif á mig. Ég vil bara vekja athygli á þessu en leitast ekki eftir því að vera einhvers konar leiðtogi.“
,,Fólk tekur þessu á mismunandi hátt. Sumir taka þessu verr en aðrir. Mér finnst það ekki rétt að labba af velli því í lok dags erum við knattspyrnumenn.“
,,Mamma mín hefur alltaf sagt við mig að ég sé svartur konungur. Hún sagði mér að líða þægilega í eigin líkama og húðlit.“
,,Að einhver skuli segja mér að ég sé svartur, þú þarft að gera meira en það til að særa mig og til að ég brotni niður.“